Flóttaleikir
Flóttaleikir (e. Escape games) eru ný tegund afþreyingar sem hefur farið sigurför um heiminn! Leikirnir hafa sameiginlegt grunnþema sem er að hópur einstaklinga er læstur inni í undarlegum aðstæðum svo sem:
- Fangaklefa
- Hús í eigu alræmds fíkniefnabaróns
- Gleðibankanum
- Tökustað hryllingsmyndar
- Heimili mafíuforingja
- Rannsóknarstofu vísindamanns
- VIP herbergi tónleikahallar
Hópurinn hefur 60 mínútur til þess að leysa allskyns gátur og þrautir sem krefst þess að hópurinn vinni náið saman og safni vísbendingum í þeim tilgangi að finna leiðina út
Reykjavík Escape býður upp á sjö mismunandi flóttaherbergi:
- Prison Break (fyrir 2–6 manns)
- Escobar (fyrir 4-7 manns)
- Bank Heist (fyrir 2-6 manns)
- Dúkkuhúsið (fyrir 4-7 manns)
- Guðfaðirinn (fyrir 2-6 manns)
- The Scientist (fyrir 2-6 manns)
- Happy Hour (fyrir 7-12 manns)
Hvert herbergi hefur svo ákveðið þema og baksögu.