Reykjavik Escape

Fyrirtækið Reykjavik Escape býður upp á nýja tegund afþreyingar sem farið hefur eins og eldur í sinu um jarðkringluna undanfarin ár. Um er að ræða svk. “Flóttaleiki” (e. real life escape games) þar sem hópur tekst á við það verkefni að komast út úr sérhönnuðu herbergi sem er fullt af vísbendingum, gátum og þrautum.

Hópurinn hefur aðeins 60 mínútur til að finna og ráða í vísbendingar og leysa mismunandi erfiðar þrautir sem standa í vegi fyrir útgöngu. Þetta kann að hljóma ofureinfalt, en raunin er svo sannarlega önnur þegar á hólminn er komið,- og aðeins um þriðjungur þátttakenda kemst út innan tilsetts tíma.

Flóttaleikir eru einstaklega spennandi afþreying sem hentar vel fyrir vinahópa, fjölskyldur, vinnufélaga og skólafélaga. Leikirnir eru krefjandi og reyna á útsjónarsemi, samvinnu, athyglis og skipulagshæfileika.

Hægt er að velja úr sex leikjum sem hafa, hver um sig, sérstakt þema, markmið, þrautir og vísbendingar. Við tökum á móti hópum af öllum stærðum en lágmarksþátttaka í herbergi er 2 og mest getum við tekið á móti 50 manns í einu.

Click edit button to change this code.

Reykjavik Escape is on Facebook. Check us out and see what we’re up to.

  (+354) 546 0100

  info@reykjavikescape.is

Fylgdu okkur á Facebook