Þetta er leikur þar sem lítill hópur, frá 2 til 12 manns er læstur inni í herbergi. Inni í herberginu er ákveðin leikmynd, saga og fullt af vísbendingum og þrautum. Þátttakendur verða að vinna saman við að finna vísbendingarnar og leysa þrautirnar til þess að komast út. Það sem verra er, að hópurinn hefur aðeins 60 mínútur og þær líða fljótt!
1 x The Scientist (2-6)
1 x Prison Break (2–6)
1 x Bank Heist (2-6)
1 x Guðfaðirinn (2–6)
1 x Dúkkuhúsið (4-7)
1 x Escobar (4-7)
1 x Happy Hour (7-12)
Þannig að allt frá 2 einstaklingum upp í 50 manna hópar geta spilað í einu.
Hentar vel fyrir fjölskyldur, vinahópa og svo fyrirtækjahópa.
Krakkar frá 10 ára aldri geta spilað ein og oft eru þau betri en fullorðnir. Fyrir yngri þátttakendur en það þarf amk 1 fullorðinn að vera með.
Það má reikna með 90 mínútum í það heila. 15 mínútur fyrir og 15 mínútur eftir leik er gott viðmið. Leikurinn sjálfur tekur svo um 60 mínútur.
Við erum með 7 mismunandi þemu, og 1 herbergi fyrir hvert
Reykjavik Escape opnaði í janúar 2015 og hefur frá upphafi tekið á móti fjölda hópa frá íslenskum fyrirtækjum. Við erum með 7 herbergi og getum tekið á móti allt að 50 manns í einu. Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið tölvupóst á info@reykjavikescape.is
Við erum opin þriðjudag til laugardags alla daga ársins… nánast. Þriðjudaga til föstudaga opnum við klukkan 14 og síðasti leikur er svo að byrja klukkan 20 um kvöld. Laugardaga opnum við fyrr, eða klukkan 12 á hádegi. Leikirnir byrja sem sagt kl. 14-16-18 og 20 þriðjudaga – föstudaga og kl. 12-14-16-18 og 20 laugardaga.