Þetta er leikur þar sem lítill hópur, frá 2 til 12 manns er læstur inni í herbergi. Inni í herberginu er ákveðin leikmynd, saga og fullt af vísbendingum og þrautum. Þátttakendur verða að vinna saman við að finna vísbendingarnar og leysa þrautirnar til þess að komast út. Það sem verra er, að hópurinn hefur aðeins 60 mínútur og þær líða fljótt!

Þetta er leikur og því munum við að sjálfsögðu opna fyrir ykkur og hleypa ykkur út. Áður en það er gert mun starfsmaður hins vegar labba með ykkur í gegnum þær þrautir sem voru eftir og hjálpa ykkur að leysa þær.
Já – þetta er inni. Alltaf gott veður og við erum í Borgartúni 6 í Reykjavík, nálægt Laugaveginum og miðbænum.
Við erum með 7 herbergi allt í allt.

1 x The Scientist (2-6)
1 x Prison Break (2–6)
1 x Bank Heist (2-6)
1 x Guðfaðirinn (2–6)
1 x Dúkkuhúsið (4-7)
1 x Escobar (4-7)
1 x Happy Hour (7-12)

Þannig að allt frá 2 einstaklingum upp í 50 manna hópar geta spilað í einu.

Hentar vel fyrir fjölskyldur, vinahópa og svo fyrirtækjahópa.

Krakkar frá 10 ára aldri geta spilað ein og oft eru þau betri en fullorðnir. Fyrir yngri þátttakendur en það þarf amk 1 fullorðinn að vera með.

Það má reikna með 90 mínútum í það heila. 15 mínútur fyrir og 15 mínútur eftir leik er gott viðmið. Leikurinn sjálfur tekur svo um 60 mínútur.

Við erum með 7 mismunandi þemu, og 1 herbergi fyrir hvert

Já – svo sannarlega. Skemmtun hjá Reykjavik Escape er frábært hópefli. 2-12 þátttakendur eru lokaðir inni í herbergi. Inni í herberginu er leikmynd, ákveðin saga og fullt af þrautum, gátum og vísbendingum. Leysa þarf allar þrautirnar til að finna út úr því hvernig hægt er að komast út úr herberginu. Hópurinn þarf að vinna náið saman til þess að komast út. Þetta eru erfiðar þrautir og rétt um 35-45% allra sem prófa komast út og því er mikilvægt að hópurinn tali saman, skipti með sér verkum og vinni skipulega.
Reykjavik Escape opnaði í janúar 2015 og hefur frá upphafi tekið á móti fjölda hópa frá íslenskum fyrirtækjum. Við erum með 7 herbergi og getum tekið á móti allt að 50 manns í einu. Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið tölvupóst á info@reykjavikescape.is

Við erum opin þriðjudag til laugardags alla daga ársins… nánast. Þriðjudaga til föstudaga opnum við klukkan 14 og síðasti leikur er svo að byrja klukkan 20 um kvöld. Laugardaga opnum við fyrr, eða klukkan 12 á hádegi. Leikirnir byrja sem sagt kl. 14-16-18 og 20 þriðjudaga – föstudaga og kl. 12-14-16-18 og 20 laugardaga.

Nei – þetta er ekki líkamlegt á neinn hátt. Þú getur mætt alveg eins og þú vilt.
Þarna getum við ekki hjálpað þér. Þú verður að prófa leik hjá okkur til að upplifa spennuna og stemmninguna við að vera læstur inni. Við værum í raun að eyðileggja fyrir þér með því að segja þér of mikið. Hins vegar er starfsmaður sem þjónustar hvert herbergi. Ef að hópar eru í vandræðum þá má leita til hans eftir vísbendingum og er það yfirleitt alltaf gert.