Prison Break
Ykkur var kennt um morð sem þið frömduð ekki og byrjið leikinn læst inni í fangaklefa og þurfið að komast út úr honum með lítið sem ekkert til að vinna með.
Leikurinn er þó ekki unninn þegar úr fangaklefanum kemur því þú þarft líka að komast út úr herberginu sjálfu en fyrir utan fangaklefann er vinnuaðstaða fangavarðanna.
Þessi leikur er tilvalinn fyrir alla hópa.
Bank Heist
Gleðibankinn er að loka útibúi sínu.
Viðskiptavinir eru að skila bankahólfslyklum og tæma bankahólfin sín áður en þeim verður fargað.
Starfsmaður bankans veit af einu verðmætasta frímerkjasafni Íslands sem liggur ósótt í einu bankahólfinu. Starfsmaðurinn hefur því undirbúið ránið fyrir ykkur svo þið getið komist inn, stolið frímerkjasafninu og komið ykkur fljótt út aftur.
Getið þið framið hið fullkomna bankarán og komist út áður en upp vakna grunsemdir?
The Scientist
Frægur en gleyminn vísindamaður hefur uppgötvað lækningu við krabbameini í formi sveppa. Þið eruð starfsmenn lyfjafyrirtækis og þið hafið brotist inn á skrifstofu vísindamannsins í þeim tilgangi að stela lækningunni af honum!
Vísindamaðurinn faldi lækninguna vandlega þar sem hann grunaði að henni yrði stolið en ákvað að skilja eftir röð vísbendinga svo hann gæti fundið hana sjálfur aftur.
Þetta er að mörgu leyti „klassískur“ flóttaleikur.
Happy Hour
Moldríki vinur ykkar bauð ykkur á tónleika með The Weeknd!
Ykkur er boðið í VIP herbergið hans fyrir tónleikana. Þið áttið ykkur hinsvegar fljótt á því að þið eruð læst inni og þurfið að leysa alls kyns þrautir til að komast á tónleikana sem byrja eftir 60 mínútur!
Tilvalið herergi fyrir hópeflið!
The Pegasus Project
Samstarfsmaður ykkar í leyniþjónustunni W.I.S.E. hvarf sporlaust þegar hann var að rannsaka ráðabrugg illræmda fyrirtækisins Spider Technologies.
Guðfaðirinn
Brotist út af heimili Guðföðursins Caio Gambino!
Sprengjan
Sprengjan er nýr leikur sem við komum með til ykkar. Getur þú aftengt sprengju?
Escobar
Brotist inn í hús eiturlyfjabarónsins
Mystery Box
Getur þú aðstoðað Forsetann að endurheimta fyrstu íslensku fálkaorðuna?
Dúkkuhúsið
Tökur á nýrri hryllingsmynd fara stórkostlega úrskeiðis þegar leikarar myndarinnar hverfa einn af öðrum sporlaust.
Getið þið komist að því hvað veldur – eða verðið þið næst til þess að hverfa?