Hópefli
Hópefli hjá Reykjavik Escape er frábær skemmtun. 2-50 þátttakendur eru lokaðir inni í herbergi eða herbergjum. Inni í hverju herbergi er leikmynd, ákveðin saga og fullt af þrautum, gátum og vísbendingum. Leysa þarf allar þrautirnar til þess að finna út úr því hvernig hægt er að komast út úr herberginu.
Þrautirnar sem þarf að leysa eru alls ekki auðveldar viðureignar og einungis 35 til 45% þeirra sem reyna nær að leysa þær á tilsettum tíma og sleppa út. Lykilatriði er að hópurinn tali saman, skipti með sér verkum og vinni bæði hratt og skipulega.
Hvernig virkar hópefli hjá Reykjavik Escape?
- Allt að 50 manns komast að í einu
- Hægt er að skipta hópnum í allt að 7 lið
- Við erum með eitt herbergi af hverri tegund
- Í The Scientist, Prison Break, Guðfaðirinn og Bank Heist komast 2-6 manns
- Í Dúkkuhúsið og Escobar komast 4-7 manns
- Frá 7 upp í 12 manns komast í Happy Hour
- Vinsælt er að skipta fjölmennari hópum upp í lið og keppa á milli herbergja sem skapar mikla stemmingu
- Hvaða lið kemst fyrst út?
- Hvaða lið kemst lengst?
- Hvaða lið fær fæstar vísbendingar?
- Að leikjum loknum eru úrslit tilkynnt og myndir teknar af þeim sem það vilja
Hvað fáum við út úr hópefli?
- Skemmtilegt og spennandi umhverfi
- Bætir samskipti og teymisvinnu
- Samkeppni og samvinna
- Styrkir liðsheild
- Hópurinn mun sjá liðsfélaga sína í öðru ljósi
Við hjá Reykjavik Escape höfum tekið á móti fjölda hópa frá íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Við erum með 7 herbergi og getum tekið á móti allt að 50 manns í einu.
Til að fá frekari upplýsingar um hópefli, sendið tölvupóst á info@reykjavikescape.is
.