Leikirnir sem Reykjavik Escape býður upp á eru sérstaklega hannaðir fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum, hvort sem það eru vinahópar, fjölskyldur eða vinnustaðir.

  • Hópar með allt að 50 manns komast að í einu.
  • Hægt er að skipta hópnum í allt að 7 lið.
  • Eitt herbergi fyrir hvern leik.
  • 2–6 manns komast í The Scientist, Prison Break, Bank Heist og Guðfaðirinn.
  • 4-7 manns komast í Dúkkuhúsið og Escobar
  • Frá 7–12 manns komast í Happy Hour
  • Hægt er að keppa á milli herbergja og er alltaf mikil stemming fyrir því.
    • Hvaða lið kemst fyrst út?
    • Hvaða lið kemst lengst?
    • Hvaða lið fær fæstar vísbendingar?
  • Áður en leikirnir hefjast þurfa allir í hópnum að skila af sér símum og myndavélum.
  • Hvorki myndatökur né utanaðkomandi samskipti eru leyfð í herbergjunum.
  • Starfsmenn fara svo með ræðu um reglur og annað slíkt.
  • Hver og einn hópur fær einn síma.
    • Þessi sími er svo aðeins notaður fyrir vísbendingar.
    • Hópurinn getur sent skilaboð og beðið um vísbendingar ef þau hafa verið lengi föst á sömu þraut.
    • Leikjameistarar geta einnig sent hópnum vísbendingar að fyrra bragði.
    • Hópurinn fær þá skilaboð, myndskilaboð eða símhringingu sem inniheldur þá vísbendingu sem ætti að koma þeim af stað á ný.
    • Hvaða lið fær fæstar vísbendingar?
  • Þegar hópurinn er kominn inn í herbergið má hann líta yfir herbergið en ekki hreyfa við neinu fyrr en klukkan sem er þar inni breytist í niðurteljara og byrjar að telja niður.
  • Þannig er keppnin sanngjörn og allir byrja á sama tíma.
  • Að leikjum loknum eru úrslit tilkynnt og myndir teknar af þeim sem vilja.