Terms & Conditions2021-04-05T15:11:18+00:00

Gift cards

Gjafabréf í flóttaherbergi hjá Reykjavik Escape gilda í eitt ár frá útgáfudegi. Gjafabréf fást ekki endurgreidd og þau er ekki hægt að framlengja.

Bókanir og afbókanir

Bókanir byggjast á reglunni – Fyrstur kemur fyrstur fær. 

Pantanir þarf að staðgreiða. Eftir að pöntun hefur verið gerð, greidd og staðfest er ekki hægt að fá hana endurgreidda þar sem að herbergin hafa verið frátekin . 

Breytingar á bókunum þarf ávallt að gera skriflega með tölvupósti á netfangið

og verður reynt að verða við þeim eins og kostur er en ekki er ábyrgst að breytingum verði komið við. 

Eigin ábyrgð viðskiptavina

Þegar þátttakandi fer í flóttaherbergi hjá Reykjavik Escape, ber viðkomandi sjálf(ur) ábyrgð á eftirfarandi:

Ef viðkomandi skemmir eitthvað þarf hann að bæta það tjón sem hann veldur.

Þjófnaði eða skemmdum á persónulegum munum.

Slysum eða áverkum sem hlotist geta við þátttöku í flóttaleiknum eða árekstrum við aðra þátttakendur á meðan á heimsókn stendur.

Þeir sem mæta drukknir eiga það í hættu að vera vísað í burtu án endurgreiðslu. 

Reykjavík Escape ber enga ábyrgð á tjóni viðskiptavina, hvorki líkamstjóni eða á lausafé eða einhvers miska sem kann að verða við notkun þjónustunnar. 

Varnarþing

Varnarþing Reykjavik Escape er í Reykjavík.